UM OKKUR

Skipulag í dagsins önn

Prentsmiður býður upp á mikið úrval af skipulagsvörum sem eru bæði fallegar og gagnlegar, en umfram allt eru þetta einföld tól til að koma skipulagi á líf fjölskyldunnar – matartíma, æfingar, afmæli og margt fleira sem fjölskyldumeðlimir fást við. 

Ásamt því að hanna og framleiða hérlendis dagatöl, dagbækur, segla á ísskápa, skipulag í ramma o.fl. höfum við nýlega hafið innflutning á vörum - svo sem krítarlímmiðum og klemmum - og munum halda áfram að auka úrvalið með það markmið að auðvelda íslendingum skipulagið, bæði heima og í vinnunni!

Sérpantanir og önnur verkefni 

Við tökum að okkur ýmiskonar sérpantanir og einnig fjölbreytt verkefni sem snúa að prentgripum, svo sem hönnun, umbrot og myndvinnslu - fyrir prentun og vefmiðla.​ Við þjónustum bæði einstaklinga og fyrirtæki, með verkefni af öllum stærðum og getum aðstoðað þig frá A-Ö, allt frá hugmynd að tilbúnu verki.

Hver erum við?

Fyrirtækið hóf starfsemi sína sumarið 2016 en var formlega stofnað vorið 2017. Frá upphafi höfum við lagt mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu.

Eigandi fyrirtækisins er Lilja Rut Benediktsdóttir, en hún útskrifaðist úr grafískri miðlun árið 2015, lauk sveinsprófi í prentsmíð árið 2016 og burtfararprófi í prentun árið 2017. Hún hefur unnið í prentsmiðju og hátækniverksmiðju og hefur því yfirgripsmikla þekkingu á forvinnslu jafnt sem eftirvinnslu.

Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna!

prentsmidur(hjá)prentsmidur.is
Sími: 660 9700