Við höfum lokað fyrir afhendingu pantana á Smiðjuvegi ♥
Framvegis verða allar pantanir í netversluninni afhentar með Dropp eða Póstinum! En úrval af vörunum okkar er nú til sölu í Iðnú, Brautarholti 8

Um okkur

Skipulag í dagsins önn

Prentsmiður býður upp á mikið úrval af skipulagsvörum sem eru bæði fallegar og gagnlegar, en umfram allt eru þetta einföld tól til að koma skipulagi á líf fjölskyldunnar – matartíma, æfingar, afmæli og margt fleira sem fjölskyldumeðlimir fást við.

Ásamt því að hanna og framleiða hérlendis dagatöl, dagbækur, minnisblokkir, o.fl. flytjum við einnig inn skemmtilega aukahluti, með það að markmiði að auðvelda íslendingum skipulagið, bæði heima og í vinnunni!

Hver erum við?

Fyrirtækið hóf starfsemi sína sumarið 2016 en var formlega stofnað vorið 2017. Frá upphafi höfum við lagt mikið upp úr persónulegri og góðri þjónustu, en það er okkur hjartans mál að framleiða vandaðar vörur.

Eigandi fyrirtækisins er Lilja Rut Benediktsdóttir, en hún útskrifaðist úr grafískri miðlun árið 2015, lauk sveinsprófi í prentsmíð árið 2016, burtfararprófi í prentun árið 2017 og meistaraprófi árið 2022. Hún hefur unnið í prentsmiðju og hátækniverksmiðju og hefur því góða þekkingu og áhuga á forvinnslu jafnt sem eftirvinnslu.