AFHENDING

Fá pöntun senda

Pantanir fara með Póstinum alla virka daga. Minni pantanir er hægt að fá sendar sem bréf fyrir 300 kr. en fyrir stærri pantanir er hægt að velja um sendingu á næsta pósthús fyrir 900 kr. eða heim að dyrum fyrir 1.200 kr. Sjá nánar í skilmálum.

Pantanir yfir 10.000 kr. sendum við frítt á næsta pósthús en pantanir yfir 15.000 kr. sendum við frítt heim að dyrum.  

Sækja pöntun

Vinnustofan okkar er almennt opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14-17. En vinsamlegast athugið að vegna sumarleyfis verður einungis opið á miðvikudögum frá 17. júní til 31. ágúst.

Við erum í Dugguvogi 6, 2. hæð - í sama húsi og Fossberg. Ef óskað er eftir því að sækja á öðrum tíma er hægt að senda tölvupóst á prentsmidur@prentsmidur.is eða hafa samband í síma 660 9700. 

Í Dugguvogi er einnig hægt að skoða og versla allar okkar vörur!