SKILMÁLAR

Vefverslunin er rekin af Prentsmiður ehf., kennitala 450517-0700, VSK nr. 128098.
Með því að versla á síðunni okkar samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Sé pöntun sótt

Pantanir er hægt að sækja í verslunina Punt & prent í Glæsibæ, opið er virka daga frá kl. 13 til 17. Almennt er hægt að sækja pantanir samdægurs (á ekki við um sérpantanir) en þó er vissara að bíða eftir staðfestingarpósti.

Sé pöntun send

Pantanir fara með Póstinum alla virka daga. Pantanir sem berast fyrir kl. 13 fara í póst samdægurs, aðrar pantanir fara næsta virka dag. Við áskiljum okkur rétt til þess að taka allt að 2 virka daga í að afgreiða pöntun til sendingar ef þörf er á, án þess að tilkynna það sérstaklega.

Pantanir eru sendar með Póstinum og því gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þeirra. Ef valin er rekjanleg sending er hún tryggð hjá Póstinum. Við berum hvorki ábyrgð á sendingu sem glatast né á tjóni sem kann að verða í flutningi, sending er á ábyrgð kaupanda eftir að varan fer frá okkur. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að rita nafn, heimilisfang og póstnúmer viðtakanda rétt. Sendingarkostnaður reiknast eftir að vörur hafa verið settar í körfu og viðskiptavinur hefur slegið inn sínar persónuupplýsingar - áður en gengið er frá greiðslu. Valmöguleikar eru misjafnir eftir samsetningu pöntunar:

Almenn sending - órekjanleg og ótryggð: Fyrir léttar og ódýrar pantanir, pöntun fer sem bréfpóstur og er hvorki rekjanleg né tryggð. Í flestum tilvikum kemur pöntunin heim að dyrum en ef lúga/póstkassi viðtakanda er lítill fær viðtakandi tilkynningu um að sækja pöntunina á næsta pósthús.

Sending á næsta pósthús - rekjanleg og tryggð: Fyrir stærri og/eða dýrari pantanir, pöntun fer sem pakki og er bæði rekjanleg og tryggð í samræmi við skilmála Póstsins. Viðtakandi fær sms og/eða tilkynningu inn um lúgu/póstkassa um að sækja pöntunina á næsta pósthús.

Sending heim með Póstinum - rekjanleg og tryggð: Fyrir stærri og/eða dýrari pantanir, pöntun fer sem pakki og er bæði rekjanleg og tryggð í samræmi við skilmála Póstsins. Pöntun kemur heim að dyrum með Póstinum, á höfuðborgarsvæðinu er keyrt út virka daga frá kl. 17-22, viðtakandi fær tilkynningu í sms frá Póstinum samdægurs. Athugið að Pósturinn býður ekki upp á heimkeyrslu í öllum póstnúmerumHér getur þú séð þjónustustig í þínu póstnúmeri. 

Ef þú óskar eftir sendingu til annarra landa getur þú sent tölvupóst á prentsmidur@prentsmidur.is 

Skilaréttur

Hægt er að skila/skipta vöru allt að 14 dögum eftir að gengið er frá kaupum. Varan þarf að vera heil og ónotuð í upprunalegum umbúðum. Sérpöntunum, tilboðsvörum og töflutússum er hvorki hægt að skipta né skila. 

Endurgreiðsla er á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Við vöruskil þarf að framvísa kvittun. Vörum með gjafamiða er eingöngu hægt að skipta en ekki skila. 

Ef viðskiptavinur sendir vöru með pósti til þess að skila henni greiðir hann sjálfur sendingargjald og ber ábyrgð á sendingu þar til við höfum móttekið vöruna.

Lagerstaða / Sérpantanir

Við eigum allar vörur til á lager, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Við getum tekið á móti sérpöntunum, aðrar stærðir, litir og ýmislegt fleira. Ekki hika við að hafa samband með þína hugmynd. 

Greiðslumáti

Hægt er að greiða með Netgíró, Valitor og millifærslu. Reikningsnúmer 515-26-450517 kt. 450517-0700. Ef valið er að greiða með millifærslu skal kaupandi greiða pöntun innan klukkutíma, berist greiðsla ekki er pöntun ógild.

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllum verðum. Verð eru í íslenskum krónum og birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugl. Fyrirtækið áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd er birt í vefverslun, í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt. Fyrirtækið áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. 

Persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í vefversluninni. Við munum ekki undir neinum kringumstæðum veita þriðja aðila persónuupplýsingar, nema okkur beri lagaleg skylda til þess.  

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög.
Óheimilt er að afrita efni vefsíðunnar. Afritun varðar við lög.